Leit pakistanska hersins í morgun skilaði því miður engum árangri en þyrlur hersins náðu hæst upp í sjö þúsund metra hæð áður en þær urðu að snúa við. Ekkert hefur spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og göngufélaga hans í rúman sólarhring. Aðstæður á fjallinu fara versnandi með hverri mínútu.
Ekkert hefur heyrst frá Johns Snorra Sigurjónssyní í rúman sólarhring þegar hann var í 7800 metra hæð á K 2 að nálgast hæsta tind sem er í 8600 metra hæð. Staðsetningartæki hans hefur ekki sent frá sér boð síðan um það leyti. Leit er að hefjast að John Snorra og félögum hans tveimur, þeim Juan Pablo Mohr og Ali Sadpara. Þyrla með leitarmenn fer upp í fjallið í dag, eins langt og hún kemst. Félagarnir fjórir lögðu upp í lokaáfangann á tindinn á fimmtudagskvöld. Fjórði maðurinn í leiðangri þeirra snéri við þar sem súrefnistæki hans virkaði. Þyrla var send með leitarmenn upp í fjallið í morgun en nú er orðið ljóst að sú leit skilaði engum árangri. John Snorri er því enn týndur á hinu mannskæða fjalli.
Gríðarlega erfiðar aðstæður eru á fjallinu, sem er eitt það mannskæðasta í heimi. Allt að 40 stiga frost er á toppnum og vindkæling. Vonast er til að félagarnir þrír komist af í þessum hrikalegu aðstæðum. Þeir eru allir þaulreyndir fjallgöngumenn og í góð formi. John Snorri er einn allra fremsti fjallgöngumaður Íslendinga og hefur sigrað flesta af hæstu tindum heims. Hann hefur komið á K 2 að sumarlagi en hugðist ná að verða fyrstur til að toppa fjallið að vetrarlagi.