Laugardagur 28. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Leitin að Söndru Líf: Engar vísbendingar um saknæmt athæfi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og stöðvarstjóri lögreglustöðvarinnar að Flatarhrauni í Hafnarfirði, situr í aðgerðarstjórn sem stýrir leitinni að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long sem saknað hefur verið frá því á skírdag. Hann segir leitina einskorðast fyrst og fremst við það svæði á Álftanesi þar sem bifreið hennar fannst um hádegisbil í gær. Aðspurður segir hann lögreglu ekki telja að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. „Það er ekkert sem bendir til þess og engar vísbendingar í þá veru. Við erum að leita núna og fylgja eftir þeim vísbendingum sem hafa verið að koma,“ segir Skúli.

„Það er ekkert sem bendir til þess og engar vísbendingar í þá veru. Við erum að leita núna og fylgja eftir þeim vísbendingum sem hafa verið að koma,.

Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn stýrir leitinni fyrir hönd lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og segir öllu tjaldað til við leitina í dag. Hann segir umfangsmiklar aðgerðir fyrirhugaðar á því svæði sem vitað er að Sanda Líf hafi síðast verið á enda hafi ekki borist haldbærar vísbendingar sem gefi tilefni til að stækka leitarsvæðið.

„Það er alveg á hreinu að við erum ekki að rannsaka þetta sem sakamál enda ekkert komið upp sem bendir til þess. Í öllum okkar rannsóknum skoðum við samt málin frá öllum hliðum. Því miður hefur leitin ekki skilað árangri þrátt fyrir að aðgerðir hafi gengið vel,“ segir hann.

„Nú reiðum við stóru sleggjuna á loft til að ná árangri. Til þess höfum við meðal annars nýtt þyrlur, skip, báta, sæketti og kanóa. Við tjöldum öllu því til sem við eigum og hvergi slegið slöku við.“

Sandra Líf býr í Setbergi í Hafnarfirði og stundar nám í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Meðfram náminu hefur hún starfað sem þjónn en hún er 27 ára gömul, einhleyp og barnslaus. Frænka Söndru Lífar, Olga María Þórhallsdóttir, hefur lýst því yfir við fjölmiðla að það sé mjög ólíkt frænku sinni að láta ekki vita af sér og að hvarf hennar sé mikið áfall fyrir alla fjölskylduna.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -