- Auglýsing -
Leit að ungum manni sem féll í Fnjóská í gær hefur engan árangur borið. Maðurinn, sem er um tvítugt, féll í ánna í um kl. 18:30 í gær þegar hann var á ferð ásamt félögum sínu. Hann hvarf strax sjónum þeirra, enda áin í miklum vexti og mórauð. 12 tímum síðar hafði maðurinn ekki fundist.
„Í nótt hafa viðbragðsaðilar verið áfram við leit í Fnjóská að manninum sem féll í hana um kvöldmatarleitið í gær. Sú leit hefur enn ekki borið neinn árangur. Áfram verður leitað í dag og hefur verið óskað liðsinnis björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu til að bætast í leitarhópinn,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Þar segir að aðstæður til leitar séu erfiðar.
„Aðstæður á vettvangi eru erfiðar, áin er mjög lituð og leitarsvæðið víðfeðmt þegar í ósa árinnar er komið“.
Leit stendur nú yfir á stóru svæði við og í Fnjóská. upplýsingar verða veittar þegar líður á daginn.