Mánudagur 13. janúar, 2025
2.2 C
Reykjavik

Lengi dreymt um að verða sjálfstæð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hildur Ársælsdóttir er með eina flottustu ferilskrána í bransanum. Hún hefur unnið fyrir nokkur af stærstu snyrtivöruhúsum í heiminum í dag, á borð við L’Oréal og LVMH sem eiga mörg stærstu snyrtivörumerkin á markaðnum. Síðastliðin tvö ár hefur hún unnið sem markaðsstjóri Bioeffect en hún hefur sagt starfi sínu lausu og stofnaði á dögunum fyrirtækið SKIN & GOODS sem mun sérhæfa sig í að aðstoða snyrtivörufyrirtæki í markaðsmálum.

Með sanni má segja að Hildur sé tilbúin í þetta næsta skref sem sjálfstæður atvinnurekandi en hún er menntuð sem förðunarfræðingur, snyrtifræðingur, markaðsfræðingur og viðskiptafræðingur og er með aukaháskólagráðu í vöruþróun.

„Mig hefur lengi dreymt að verða sjálfstæð en ég vissi bara ekki að það yrði sem eigandi markaðsstofu. Ég bjóst alltaf við því að ég myndi hanna mína eigin snyrtivörulínu, en hræðslan við að þurfa kannski bara að nota eitt húðvörumerki það sem eftir er hefur alltaf haldið aftur af mér,“ segir Hildur og bætir við að hún elski að prófa nýjar vörur og innihaldsefni.

„Húðin breytist reglulega, allt eftir því hvernig hugsað er um hana, hvaða vörur eru notaðar, hvernig mataræðið er og hvar á hnettinum maður býr.”

„Við þurfum allskonar innihaldsefni við mismunandi tilefni eftir því hvernig húðin á okkur er hverju sinni. Húðin breytist reglulega, allt eftir því hvernig hugsað er um hana, hvaða vörur eru notaðar, hvernig mataræðið er og hvar á hnettinum maður býr.”

Hún segir einna mikilvægast að verja húðina gegn ótímabærri öldrun með spf-sólarvörn daglega. „Staðreyndin er sú að 90% af öldrunareinkennum húðarinnar er af völdum skaðlegra sólargeisla en þau koma ekki fram fyrr en 20-30 árum seinna. Þannig að þær sem byrja fyrst að hugsa um húðina eftir fertugt geta átt erfitt með að spóla til baka.“

Húðhreinsun segir Hildur vera það allra mikilvægasta þegar kemur að húðumhirðu. „Það skiptir ekki máli hversu dýrum og flottum kremum fólk fjárfestir í ef það hreinsar ekki húðina kvölds og morgna og djúphreinsar tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Annars ná öll innihaldsefnin í dýru kremunum ekki að vinna vinnuna sína til fulls. Það tekur um það bil 28 daga fyrir húðfrumur að endurnýja sig. Ef við hreinsum ekki húðina kvölds og morgna safnast dauðu húðfrumurnar saman og mynda þykkt lag sem getur myndað þurra, gráa og líflausa húð. Þá geta einnig myndast stórar svitaholur og húðin orðið óhrein og feit.“

Hildur mælir einnig með bætiefnum til inntöku. „Ég trúi því að með því að hugsa vel um sál og líkama sjáist það á húðinni. Það hefur klárlega áhrif á húðina ef maður borðar vel og drekkur nóg af vatni – alla vega tvo lítra á dag. Það besta sem ég veit er að byrja hvern dag á að drekka heitt sítrónuvatn, það hreinsar líkamann og er hálfgert detox fyrir húð og líkama. Það jafnar PH-gildi líkamans, hjálpar meltingunni, eykur efnaskipti og er sérstaklega gott fyrir fólk sem er alltaf með útþaninn maga. Einnig nota ég bætiefni frá The Nue Co. Ég nota Glowing Skin Food út í morgunmatinn minn og svo tek ég Debloat Food og Prebiotic eftir þörfum. Ég blanda því þá oftast út í kaffið eða smúðíinn minn og sé gríðarlegan mun þegar ég nota þessar vörur.“

- Auglýsing -

TOPP 5 að mati Hildar Ársælsdóttur:

  • Sunday Riley Good Genes er frábær húðmeðferð sem inniheldur mjólkursýrur sem hjálpa við að lífga upp á húðina og jafna áferð hennar. Frábær vara fyrir blandaða húð, feita húð eða húð sem er mislit vegna öra eftir bólur eða sólarbletti.
  • Vintner´s Daughter er olía/serum sem gerir kraftaverk fyrir húðina, get ekki mælt meira með þessari vöru en að segja að ég hafi nánast hætt að nota farða eftir að ég kynntist henni. Fyrir allar húðtegundir og hefur nánast allt sem þú vilt að húðin á þér fái. Ef þú ert löt og vilt bara fjárfesta í einni vöru er þessi málið.
  • A313 Vitamin A er mjög virkt retinol sem vinnur á djúpum línum og örum. Fyrirbyggir öldrunareinkenni og hjálpar óhreinni og sólskaðaðri húð. Notist með varúð, ég nota A-vítamín u.þ.b. einu sinni til tvisvar í viku og nota mjög rakagefandi vöru á móti, eins og t.d. BIOEFFECT EGF-serumið.
  • Mario Badescau Drying Lotion er bleikur vökvi sem þú berð á þegar þú færð bólu eða önnur óhreinindi og hann virkar nánast samdægurs. Það besta sem ég hef prófað þegar ég fæ óvelkominn gest á húðina.
  • BIOEFFECT Micellar Water er andlitshreinsir sem tekur í burt farða og önnur óhreinindi án þess skemma PH-gildi húðarinnar.

HVAÐ ER BEST FYRIR
… þurra húð? Vörur sem innihalda hyaluronic acid.
… eldri húð? Retinoid.
… feita húð? Vörur sem innihalda AHA-sýrur.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Förðun og hár / Helga Kristjáns

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -