Þrítugur karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur, úrskurðaður í áframhaldandi vikulangt gæsluvarðhald og mun hann því sæta gæsluvarðhaldi til 25. júní.
Ástæða áframhaldandi gæsluvarðhalds varðar rannsóknahagsmuni og gerði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kröfu um það á grundvelli rannsóknar sinnar á líkamsárás sem átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi. Rannsókn málsins miðar vel að sögn lögreglunnar.
Í líkamsárásinni var ungur karlmaður stunginn í kviðinn og var hætt kominn um tíma, hann er úr lífshættu. Atvikið átti sér stað fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna. Mannlíf greindi frá árásinni sjá hér.