Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Lenya Rún: „Vá hvað ég vona að skólar séu hættir að gera þetta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lenya Rún Taha Karim er frambjóðandi Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður er ósátt við tengingu kirkju og grunnskóla. Hún segir frá reynslu sinni úr grunnskóla, þegar hún var látin bíða á meðan hinir krakkarnir færu í kirkju. Lenya er íslamtrúar.

„Mesti vibbi sem ég þekkti í barnæsku voru árlegu kirkjuferðirnar sem þau fóru með okkur í. Ég var alltaf skilin eftir ein í skólanum og fannst trúin mín (íslam) vera óeðlileg og ég ætti að vera eins og öll hin. Vá hvað ég vona að skólar séu hættir að gera þetta. Myndi meira að segja ganga svo langt að segja að þetta fari gegn trúfrelsi sem á að ríkja á Íslandi en það er kannski aðeins of hot take á þessu fína miðvikudagskvöldi 16 tímum fyrir próf hjá mér“

Mikil umræða skapaðist í kringum færslu Lenyu en margir eru sammála því að ekki eigi að vera tenging á milli skóla og kirkju. Hermann segir: „Ég, trúlaus krakkinn, þurfti að sitja undir þessu árlega og voru kennararnir óþarflega duglegir við að reyna að koma inn hjá manni samviskubiti yfir að neyta að fara með. Pottþétt stór þáttur í að ala upp mótþróaröskun hjá manni.“

Sigmar tekur undir orð Lenyu: „Algjörlega sammála. Í samfélagi dagsins ætti trúarbrögðum að vera sýnd sú virðing að halda þeim utan grunnskóla.“

Styrmir kemur með aðra hlið á málinu: „Klárlega þarf að bera virðingu fyrir öllum trúarbrögðum en mér finnst það alls ekki óeðlilegt að sem hluti af kennslu við trúarbragðarfræði að trúarstofnun sé heimsótt ekki frekar en að það sé óeðlilegt að fara í heimsókn á Þjóðminjasafnið sem hluti af sögu námskrá.“

Enn eru margir grunnskólar sem ýmist fara í kirkjuferðir eða setja upp helgileikrit þrátt fyrir fjölbreytan hóp barna, úr mörgum trúfélögum, sem stunda nám á Íslandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -