Kona á níræðisaldri lést á legudeild Landspítala í gær af völdum Covid-19.
Kemur þetta fram á vefsíðu spítalans.
Hafa alls 46 einstaklingar sem smitaðir voru af kórónuveirunni látist hér á landi frá upphafi faraldursins.
Þá liggja 33 sjúklingar á Landspítala í augnablikinu með Covid-19. Eru þrír þeirra á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél.
Samkvæmt vefsíðu spítalans er meðalaldur innlagðra 61 ár og eru nú 9.206 sjúklingar í eftirliti Covid-göngudeildar spítalans, þar af 3.259 börn.
Covid sýktir starfsmenn Landspítala eru 219 talsins.