Þrítugur maður, Stefán Eiríksson Andersen, lést í fallhlífarstökki í Tælandi á laugardaginn. Þessu er greint frá á vef Sjællandske Nyheder.
Mbl.is greinir fyrst frá íslenskra miðla og segir Stefán vera hálfíslenskan.
Þar segir að Stefán, hálfíslenskur maður, hafi látist í fallhlífastökki í Si Racha-héraði í suðausturhluta Tælands.
Í frétt Sjællandske Nyheder segir að sjónarvottar hafi greint frá því að fallhlíf hans hafi ekki opnast til fulls. Stefán var fluttur meðvitundarlaus á Phayathai Sriracha-spítalann.
Nákvæm örsök slyssins er nú til rannsóknar en búið er að yfirheyra þá sem höfðu umsjón með fallhlífarstökkinu.