Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Léttar leiðir til að bæta heilsuna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nokkrar hraðar mínútur
Öll hreyfing skiptir máli en rannsóknir hafa sýnt að ef fólk stendur upp af og til yfir daginn og tekur einnar til tveggja mínútu hraða æfingu eykst þolið hratt og brennsla líkamans eykst til muna. Meðal æfinga sem gott er að gera eru sprellikarlahopp, hlaup upp stiga, hlaupið á staðnum eða sippa. Svokölluð froskahopp, burpees og fleiri góðar æfingar geta einnig nýst vilji menn prófa þessa leið.

Teygðu úr þér

Gott er að taka sér tíma til að teygja úr sér nokkrum sinnum yfir daginn.

Teygjur viðhalda liðleika vöðva og koma í veg fyrir að þeir styttist. Að teygja eftir líkamsrækt og æfingar dregur úr líkum á að menn fái harðsperrur en það ætti og er auðvelt að teygja mun oftar. Þeir sem eiga gæludýr hafa væntanlega tekið eftir að dýrin byrja ævinlega á að teygja sig í hvert sinn sem þau standa upp og eftir hvern blund yfir daginn. Byrjaðu daginn á að teygja vel á þér. Teygðu hendurnar upp í loft og stattu á tánum. Lyftu handleggjunum yfir höfuð og hallaðu þér vel til beggja hliða til að teygja á mittinu og síðuvöðvunum. Settu annan fótinn upp í rúmið og hallaðu þér fram og teygðu á lærvöðvunum. Taktu einnig tíma til að teygja á framanverðum lærunum og kálfunum. Snúðu þér svo að morgunverkunum.

Borðaðu prótín
Prótín er helsta byggingarefni vöðva og næringarfræðingar segja að flestir nútímamenn borði of lítið prótín. Fylli sig með kolvetnum en skeri niður prótíngjafana í máltíðinni. Fullorðin manneskja þarf 170-200 g af prótíni þrisvar sinnum yfir daginn. Gott viðmið er að ein kjúklingabringa, 200 g fiskbiti eða hálfur bolli af baunum gefa þann skammt sem þú þarft í hverri máltíð. Skoðaðu hvernig þú setur saman diskinn þinn og vittu hvort þú þurfir að bæta við prótínið. Eitt egg á morgnana getur einnig gert kraftaverk.

Texti / Steingerður Steinarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -