Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Léttbylgjutónlist góð gegn stressi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Almannatengillinn og lífskúnstnerinn Andrés Jónsson segist almennt hlusta á slatta af „old-school“-rappi, De la soul, A Tribe Called Quest og fleiri í þeim dúr en nú rétt fyrir jól verði hins vegar ljúfari tónar allsráðandi á heimilinu.

Föstudagur

Coldplay-safnplata. „Ég státa mig gjarnan af því að vera með fjölbreyttan tónlistarsmekk en ég játa það hér með að þegar ég er stressaður og er í tímapressu í vinnunni, þá set ég oft safnplötu Coldplay á fóninn. Það þykir ekki fínt meðal tónlistarspekúlanta að hlusta á Chris Martin og félaga en þessi léttbylgjutónlist hjálpar mér að einbeita mér þegar ég þarf að klára síðustu verkefnin fyrir jólafríið.“

Laugardagur

Pétur og úlfurinn. „Um jólin hittir maður vini og fjölskyldu og spjallar við litlu börnin sem eru yfirspennt af tilhlökkun yfir jólasveinum og pökkum. Eitt af því sem hefur komið mér á óvart er hve mörg börn hlusta á Pétur og úlfinn, sem er plata sem mér þykir mjög vænt um. Ég hugsa því að ég finni hana á Spotify og rifji upp gamlar minningar undir þessum fallegu tónum Prokofiev.“

Eitt af því sem hefur komið mér á óvart er hve mörg börn hlusta á Pétur og úlfinn, sem er plata sem mér þykir mjög vænt um.

Sunnudagur

Leonard Cohen – I’m Your Man. „Þetta er ekki jólaplata en Leonard Cohen er einfaldlega svo magnaður. Það er fátt jafnróandi og að hafa hans hrjúfu en um leið silkimjúku rödd á fóninum þegar maður er að dytta að einhverju og pakka inn síðustu jólagjöfunum.“

- Auglýsing -

Mynd / Aðsend

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -