Grínistinn Kevin Smith deildi því með heiminum í lok febrúar að hann hefði fengið hjartaáfall sem dró hann næstum því til dauða. Í hlaðvarpi sínu Hollywood Babble-On segir hann að hjartaáfallið hafi breytt sýn sinni á lífið og að hann hafi endurskoðað mataræði sitt í kjölfarið.
„Ég á aldrei eftir að borða ein og ég gerði. Mataræði mitt fyrir var ekki hræðilegt. Heldur var það mataræði mitt í barnæsku, sögðu læknarnir,“ segir Kevin.
Að sögn Kevins sögðu læknarnir honum að hann þyrfti að léttast um tæp 23 kíló og til að verða við því ákvað Kevin að skella sér á kartöflukúrinn, sem Penn Jilette gerði frægan í bók sinni Presto!: How I Made Over 100 Pounds Disappear. Í bókinni fjallar Penn um mataræði sitt, þar sem hann borðaði aðeins kartöflur í tvær vikur.
Kevin er búinn að vera á kartöflukúrnum í aðeins níu daga en hefur nú þegar misst tæp átta kíló.
„Þetta tekur á en hefur verið áhugavert,“ segir Kevin um mataræðið. „Og auðvitað nauðsynlegt fyrir heilsuna mína og þannig. En þegar ég kemst á góðan stað held ég að ég byrji að borða aftur.“