Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Leynd yfir kostnaði við þrotaskipti Baugs

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnar því að gefa upplýsingar um skiptakostnaðinn í þrotabúi Baugs Group. Mannlíf óskaði formlega eftir þeim en samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti skal skiptastjóri gera yfirlit í lok skipta um skiptakostnað. Það yfirlit liggur hjá dómstólnum en fæst ekki af­hent þar sem héraðsdómur telur Mannlíf ekki eiga rétt á gögnunum þar sem um einkamál er að ræða og að fjölmiðillinn eigi ekki hagsmuna að gæta.

Fjárfestingarfélagið Baugur var mjög umsvifamikið fyrir hrun, þar með talið á Íslandi, Bretlandi og Danmörku. Gjaldþrot Baugs er eitt stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar. Það tók rúm tíu ár að skipta þrotabúinu en Héraðsdómur Reykjavíkur lýsti félagið gjaldþrota í mars 2009 og lauk skiptum ekki fyrr en í júní í fyrra. Kröfur í búið námu nærri 424 milljörðum króna og fengust forgangskröfur greiddar að fullu en aðeins 2,7 prósent af almennum kröfum eða 6,7 milljarðar.

Héraðsdómur telur Mannlíf ekki eiga rétt á gögnunum þar sem um einkamál er að ræða og að fjölmiðillinn eigi ekki hagsmuna að gæta.

Mannlíf óskaði eftir yfirliti yfir skiptakostnaðinn eftir að sögur fóru af stað um að lögfræðistofan LOGOS hefði hlotið rúman milljarð íslenskra króna greiddan í kostnað vegna skipta Baugs. Hvort sú tala reynist rétt og fáist staðfest eður ei verður að koma í ljós því nú kemur málið til kasta úrskurðarnefndar upplýsingamála.

Nánar er fjallað um málið í Mannlífi sem kom út í gær

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -