Leyniaðgerðir lögreglu á Sauðárkróki í fyrrakvöld snerust um meint ofbeldi karlmanns gegn barnsmóður sinni. Konan er nú í felum þar sem hún óttast að maðurinn kunni að ógna lífi hennar. Heimildin upplýsir þetta.
Barnsmóðir mannsins var í sambúð með manninum. Á sunnudaginn yfirgaf hún heimili ásamt tveimur börnum þeirra. Ástæðan var ofbeldi mannsins í hennar garð.
Heimildin upplýsir að sambýliskonan fór til lögreglu í gær og til að gefa skýrslu um meintan ofbeldismann. Hann hafði að sögn konunnar haft uppi hótanir um að skjóta fólk og kkvaðst þrá að fá 16 ára hvíld á Hrauninu. Talið var að líflátshótanur beindust meðal annars gegn konmunni. Í framhaldi af skýrslutökunni ákvað lögreglan að grípa til þeirra aðgerða sem áttu sér stað í fyrrakvöld.
Lögreglan hefur ekkert vilja upplýsa um ástæður þess að hún leitaði uppi manninn. Í yfirlýsingu í gær segir að þarna hafi ekkert fréttnæmt verið að gerast og harmar lögregla fréttaflutning af málinu. Enginn hafi verið handtekinn og ekki sé grunur um refsiverða háttsemi. Nú er sem sagt upplýst að þarna var um meint heimilisofbeldi að ræða.