Mike Pence ásamt fylgdarliði er mættur til Íslands og gríðarlegur viðbúnaður er við Höfða og nágrenni í tilefni þess.
Mikill viðbúnaður er við Höfða vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Leyniskyttur eru uppi á húsþökum í Borgartúni og þyrla Landhelgisgæslunnar er á sveimi yfir Höfða svo dæmi séu tekin. Þá er tímabundið bann við drónaflugi yfir Höfða í Borgartúni og nágrenni til klukkan 17 í dag.
Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra segir í samtali við mbl.is að öryggisráðstafanir sem ráðist hefur verið í vegna heimsóknar Pence séu í „efstu stærðargráðu“.
Þess má geta að lokað verður fyrir alla umferð á hluta Sæbrautar á milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar frá hádegi til síðdegis í dag vegna heimsóknar Pence og því má búast við umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu.
Sjá einnig: Advania flaggar regnbogafánum í tilefni heimsóknar Mike Pence
Sjá einnig: „Partí með Pence“