Everton staðfestir að leikmaður liðsins hafi verið handtekinn, en hann er ekki nafngreindur. Fram kemur hjá The Sun að leikmaðurinn liggji undir grun að hafa misnotað barn kynferðislega og að hann hafi verið handtekinn síðastliðin föstudag. Þá kemur fram að leikmanninum hafi verið sleppt gegn tryggingu en meint brot eru talin mjög alvarleg.
Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að félagið hafi rekið leikmann liðsins, sem er byrjunarliðsmaður, eftir að hann var handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gegn barni.
Félagið mun ekki tjá sig meira um málið að svo stöddu.
Sjá einnig: Slúðrað um Gylfa á samfélagsmiðlum.
Líkt og Mannlíf greindi fyrst frá hefur undanfarna daga verið slúðrað um að Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður sé leikmaðurinn sem um ræðir.
Enskir fjölmiðlar greina frá því að leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hafi verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Fjölmiðlar ytra hafa ekki nafngreint leikmanninn. en segja hann 31 árs gamlan og giftan. Leikmaðurinn var handtekinn síðasta föstudag af lögreglunni í Manchester áður en honum var síðan sleppt gegn tryggingu.
Aðeins tveir leikmenn Everton eru 31 árs, þeir Gylfi Sigurðsson og Englendingurinn Fabian Delph.
Daily Mail hefur það þá eftir talsmanni liðs hans, sem fjölmiðill segir heldur ekki hvert er, að leikmaðurinn hafi verið leystur frá störfum á meðan lögregla rannsakar málið. Hann er í byrjunarliði liðsins og The Mirror segir hann einnig reyndan landsliðsmann í sínu heimalandi. The Sun fjallar einnig um málið en nafngreinir leikmanninn ekki. Miðillinn hefur það þó eftir heimildarmanni sínum að lögregla hafi leitað á heimili mannsins og gert nokkra hluti þar upptæka.
Miðillinn Globalnews247 gengur síðan skrefinu lengra og nafngreinir Gylfa Þór í grein um málið. Sami miðill birtir jafnframt grein þar sem fullyrt er að Alexandra Ívarsdóttir, eiginkona Gylfa Þórs, neiti staðfastlega að fótboltamaðurinn íslenski hafi verið handtekinn.
Síðustu daga hefur borið á ásökunum á hendur fótboltakappanum og landsliðsmanninum Gylfa Þór á öllum helstu samfélagsmiðlum, þar er því haldið fram að hann hafi verið að senda ungri stúlku eða stúlkum ósiðsamleg skilaboð. Tekið skal fram að um óstaðfestan orðróm að ræða og eru þetta meintar ásakanir, fremur en nokkuð annað, að minnsta kosti eins og málin standa núna.
Hvort fréttir ensku miðlanna eða slúðursögur síðustu daga hafi nokkuð að gera með Gylfa Þór er algjörlega óstaðfest en síðustu daga hefur það hvergi fengist staðfest né hrakið. Mannlíf mun áfram fjalla um málið ef staðfestar upplýsingar berast eða útskýringar á þessu uppþoti á samfélagsmiðlum.