Allir liðsmenn Sigur Rósar héldu fram sakleysi sínu í morgun.
Hljómsveitameðlimir Sigur Rósar neituðu sök þegar ákæra í skattsvikamáli á hendur þeim var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Núverandi og fyrrverandi og liðsmenn Sigur Rósar, Jón Þór Birgisson, Georg Holm, Orri Páll og Kjartan Sveinsson, eru ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur eða arðgreiðslur. Auk þess er einn endurskoðandi ákærður. Eignir liðsmanna sveitarinnar hafa verið kyrrsettar á meðan á rannsókn málsins stendur.
„Ég er saklaus“, sagði Orri Páll Dýrason, fyrrverandi trommari sveitarinnar. „Ég neita sök,“ sagði Kjartan Sveinsson .
Verjandi þeirra fékk frest til 20. maí til að skila greinargerð í málunum fjórum .
Jón Þór Birgisson, söngvari sveitarinnar, og Georg Holm neituðu einnig sök.
Sjá einnig: Liðsmenn Sigur Rósar ákærðir í skattsvikamáli