Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Líf kviknar á Tenerife: „Að sjálfsögðu verðum við með skötuveislu og hangikjötið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þau sögulegu tíðindi eiga sér stað á morgun að Íslendingabarinn Nostalgía opnar á nýjan leik á Tenerife. Eigendur staðarins segja flesta rekstaraðila á eyjunni kanarísku berjast í bökkum og íslenskir bareigendur eru þar engin undantekning.

Herdís Hrönn Árnadóttir, annar eiganda Nostalgíu, fagnar því að geta opnað staðinn á nýjan leik, þrátt fyrir að vera meðvituð um að rólegt verði að gera á næstunni. Þau hjónin voru á Íslandi í allt sumar. „Það er ódýrara fyrir okkur að hafa lokað en að hafa allt opið fyrir nokkrar hræður. Við ætlum því bara að hafa opið þegar eitthvað sérstakt er um að vera. Tilfinningin er mjög góð að vera komin aftur en það er skrítið á sjá eyjuna svona tóma. Það er skrítin tilfinning að rölta um göturnar og sjá svona mikið lokað, hér sést varla sála á labbinu. það er sama sagan allstaðar, allir að berjast í bökkum,“ segir Herdís Hrönn.

Aðspurð segist Herdís Hrönn ekki eiga von á mörgum ferðamönnum fyrr en í fyrsta lagi um jólin. Þangað til ætla þau Sævar Lúðviksson að ditta að staðnum og gera hann huggulegri. Á morgun opnar staðurinn þegar sýnt verður beint frá landsleik Íslands og Rúmeríu í knattspyrnu karla. „Við ætlum að vera tilbúin þegar fyrstu túristarnir mæta á svæðið en eigum ekki von á neinum fyrr en í fyrsa lagi um jólin. Að sjálfsögðu verðum við með skötuveislu og hangikjöt eins og öll hin árin og er þegar komin með bókanir. Fram að því eru kúnnarnir okkar þeir fáu Íslendingar sem eru búsettir hér, segir Herdís Hrönn. 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -