Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Lifað á brúninni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðast en ekki síst

Höfundur / Steinunn Stefánsdóttir

Steinunn Stefánsdóttir.

Flestum er orðið ljóst að þær lífsvenjur sem við höfum tileinkað okkur í forréttindahluta heimsins munu ekki standast tímans tönn. Þær eru ekki sjálfbærar í þeim skilningi að þær ganga stöðugt á gæði jarðar og þar með talið loftslags.

Það verður því að skera upp bæði neyslu og framleiðsluhætti til þess að snúa við þróuninni. Og það er erfitt að láta af þægilegum venjum og breyta daglegum lífsháttum á þann hátt að manni finnst maður vera að láta á móti sér. En nú verða allir að leggjast á eitt; stjórnvöld, atvinnulíf og einstaklingar og þá fyrst og fremst sá hluti fólks sem nýtur forréttindanna í forréttindaheiminum.

Endurheimtum votlendi, setjum kraft í orkuskiptin, keyrum minna, fljúgum minna, borðum minna kjöt, sneiðum hjá umfangsmiklum plastumbúðum og plastpokum líka (þótt forstjóra Sorpu finnist það óþarfi) flokkum ruslið og áfram mætti telja. Í fáum orðum sagt: neytum í alla staði minna.

Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa, grænna lausna, orðaði stöðuna skýrt í ágætri loftslagsumfjöllun Kveiks á RÚV í vikunni: „Maður á svo erfitt með að skilja mannskeppnuna. Við eigum öll börn. Okkur þykir vænt um börnin okkar og við myndum ganga í sjóinn fyrir börnin okkar eða hoppa fram af hömrum en við erum einmitt á brúninni með þessa spurningu: Ætlum við að fara fram af hamrinum, ekki bara við sjálf, heldur með börnin okkar? Af hverju fórnum við ekki einhverju núna, af okkar lífsgæðum, til að þau geti lifað?“

Og þetta er einmitt málið. Það er enn hægt að spyrna við fótum og snúa við þróuninni en það verður ekki gert nema með hugarfarsbyltingu þar sem allir leggjast á árar. Auðvitað verður að horfast í augu við að máttur hvers og eins er ekki mikill en þeim mun mikilvægara er að leggja kraftana saman. Neytandi sem breytir lífsvenjum sínum lagar ekki bara sitt eigið kolefnisspor, hann hefur áhrif á aðra neytendur, hann hefur áhrif á atvinnulífið með vali sínu á vörum og stjórnvöld með atkvæði sínu. Síðast en ekki síst er hann þátttakandi í þeirri hugarfarsbyltingu sem verður að eiga sér stað til þess að komandi kynslóðir geti haldið áfram að byggja þessa jörð.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -