Laugardagur 21. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

„Lífeyrissjóðurinn hélt ég væri dauður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðni Már Henningsson, lífeyrisþegi og fyrrum útvarpsmaður, er ekki par hrifinn af lífeyrissjóði sínum þar sem honum barst ekki greiðsla þaðan um nýliðin mánaðarmót. Ástæðuna telur hann vera þá að sjóðurinn hafi álitið hann látinn.

„Einn lífeyrisjóður borgaði mér ekki núna um mánaðamótin. Þau héldu að ég væri dauður og hefði ekkert með peninga að gera í himnaríki, hvað þá íslenskar krónur,“ segir Guðni Már í færslu á Facebook-síðu sinni.

Guðni Már hefur verið búsettur undanfarin misseri á Tenerife og segist fá nokkrar evrur fyrir þá upphæð sem lífeyrissjóðurinn hafi snuðað sig um. Hann segir peningaleysið hafa leikið sig grátt enda sé lítil innistæða á kortareikningnum og fáist ekki greiðsla frá sjóðnum gæti hann þurft að treysta á greiðslur eftir öðrum leiðum.

„Ég ákvað að taka þrjár myndir af mér og senda þeim. Bæði til að sýna þeim að ég væri á lífi og einnig hversu illa peningaleysið hefði leikið mig. Ef þau sendu mér ekki núna, þá þyrftu þau ekki að senda mér næst. Þá gæti ég sótt eins mikið af himnamonníngum og ég þyrfti. Og, það er eins á himnaríki og í bankakorti mínu, nada. Þar skiptir það engu máli en hér er enn hægt að kaupa tvo pylsupakka fyrir þá upphæð sem ég var snuðaður um,“ segir Guðni Már.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -