Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

Lífið eftir Covid: „Skildu egóið eftir heima og taktu léttari lóð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir heilt ár af inniveru með tilheyrandi sjónvarpsglápi og sófakúri megum við loksins fara aftur af stað og skella okkur í ræktina. Það er því tilvalið að fara aðeins yfir nokkra hluti fá nokkra punkta sem er ágætt að hafa í huga. Heiðrún Berglind hjá Sporthúsinu er með fullt af góðum ráðum hvað varðar hreyfingu og matarræði.

Að byrja aftur

Það er ekki sanngjarnt gagnvart okkur sjálfum að ætla að byrja á sama stað og við vorum áður en öllu var skellt í lás. Við erum flest ekki búin að hreyfa okkur í marga mánuði og mörg okkar gáfust upp á heimaæfingunum strax í fyrstu bylgju og settum allan metnað í Netflix gláp.

Heiðrún hjá Sporthúsinu.

Það er komið heilt ár síðan við vorum á góðu róli og líkamleg geta hefur minnkað. Byrjaðu á byrjun, skildu egóið eftir heima og taktu léttari lóð en þig langar til.

Það verður engin hraustari á því eiga ræktarkort, það þarf að mæta og gera æfingarnar til þess að sjá árangur. Þess vegna viljum við sjá fólk mæta. Taktu frá 2-4 tíma á  viku og settu í dagatalið, þetta eru heilagir tímar þar sem þú mætir í ræktina og gerir eins vel og þú getur. Rútína er best.

Það sem er mælt getum við bætt 

- Auglýsing -

Árangur og geta er ekki mæld í buxnastærð eða með tölunni á vigtinni. Við viljum að árangur sé mældur út frá líkamlegri getu.
Það er algjör snilld að halda ræktardagbók og skrifa niður æfingarnar, skrá hjá sér þyngdir og tíma. Þá ertu með bók til að fletta í þegar þér finnst ekkert vera að ganga og getur séð árangurinn.

Til að verða sterkari þarftu að reyna á þig og leyfa þér að líða illa. Þetta má alveg vera óþægilegt en þetta á aldrei að vera sársaukafullt.. Hjartað á eftir að slá hraðar, þú átt eftir að svitna og kasta mæðinni og vöðvarnir eiga eftir að skjálfa. Æfingar eiga samt aldrei að vera vera okkur ofviða. Finndu meðalveginn og lærðu að hlusta á líkamann. Ekki hlífa þér of mikið og ekki keyra þig út.

Prófaðu þig áfram

- Auglýsing -

Ef þú finnur þig ekki í tækjasalnum skaltu ekki gefast upp. Mættu í opna tíma eða kannski eru kraftlyftingar þitt sport en þú veist það ekki nema þú gefir því séns og settu þig í samband við þjálfara ef þú ert með einhverjar spurningar.
Besta trixið er þá án vafa að draga með sér vini. Það er ákveðin hvatning að eiga æfingafélaga og tilvalið að nýta það trix til að koma sér af stað aftur.

Mataræðið

Mataræðið er erfiðasti, Borðaðu mat. Kjöt, fisk, egg, hreinar mjólkurafurðir gulrætur, spínat og gróft korn, hnetur, baunir og fræ. Við vitum að landlæknir mælir með lýsi/omega3 og D-vítamín. Það vita allir að við eigum að drekka nóg af vatni og að gosdrykkir, nammi, skyndibiti og súkkulaði er spari. Byrjaðu strax að bæta lúkufylli af spínati við hverja máltíð og veldu hollari kostinn þegar þú verslar.

Æfingar eftir Covid

Að byrja aftur eftir Covid veikindi getur verið óþægilegt og hér er best að fylgja ráðleggingum lækna. Það þarf að huga að hjartslættinum, fara rólega af stað og auka álagið hægar en flesta langar til. Það væri langbest að einstaklingur sem er að jafna sig eftir Covid19 væri í samskiptum við lækni og þjálfara.

Ekki ofhugsa þetta

Líkamsrækt er engin geimvísindi. Ef þú nærð þér á skrið og kemur þessu í rútínu þá kemur þetta smátt og smátt. Þú þarft ekki að fjárfesta í risa fæðubótapakka eða eiga rándýra ræktarskó til að byrja. Allt sem þú þarft er smá vilji og þrautseigja.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -