Fylkingar Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra munu takast á í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um helgina. Allt stefnir í að Hildur Björnsdóttir nái kosningu í 1. sæti listans og verði þannig leiðtogi í vonlítilli baráttu við Dag B. Eggertsson borgarstjóra og fjölflokkaher hans. Spurningin er fremur hvernig raðast neðar á lista Sjálfstæðisflokksins. Einn öflugasti stuðningsmaður og samherji Guðlaugs er Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi sem nú rær sinn pólitíska lífróður. Marta á að baki litlausan en áfallalítinn feril í borgarstjórn og hefur lengi gælt við hugmyndina um frekari áhrif innan flokksins en ekki náð að komast í fremstu víglínu. Hún lagði ekki í slaginn við Hildi en biður um 2. sæti á listans eins og margir aðrir. Líklegt er að samblástur verði um það meðal stuðningsmanna Hildar að færa hana niður listann. Prófkjörið gæri því allt eins endað með ósköpum fyrir hana …