Hóipur göngufólks á Vatnajökli var í háska þegar hópurinn villtist í gær eftir að gps-tæki fararstjóra missti samband. Um var að ræða 14 manna gönguhóp sem var að koma nioður af Hvannadalshnúk þegar hann lenti í villu í slæmu veðri og afleitu skyggni.
Fyrstir til að finna hópinn voru vélsleðamenn sem komu að fólkinu um miðnætti. Tveir úr hópnum voru þá orðnir helkaldir. Ekki var talið ráðlegt að ferja fólkið niður af jöklinum, heldur var griðið til þess ráðs að hlaða snjóhús og koma þeim í skjól þar til jeppar kæmu á vettvang. Davíð Már Bjarnason, uupplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfesti í morgun við Mannlíf að björgiun hefði gengið farsællega og von væri á fólkinu til byggða á hverri stundu, sólarhring eftir að lagt var upp í gönguna. Fólkinu verður boðið upp á heita kjötsúpu.
Tveir fararstjórar fylgdu hópnum. Óljóst er hvað fór nákvæmlega úrskeiðis varðandi staðsetningabúnaðinn.