Lögreglunni barst tilkynning um slagsmál í Hlíðahverfi í nótt. Maður, grunaður um líkamsárás var handtekinn á vettvangi og gisti í fangaklefa lögreglu. Ekki liggur fyrir hversu alvarlega áverka brotaþoli hlaut en málið er í rannsókn.
Stuttu áður hafði umferðaróhapp orðið á Kringlumýrarbraut í Hlíðahverfi. Ökumaður hafði misst stjórn á bifreið og ekið á staur. Flytja þurfti bílinn af vettvangi.
Brotist var inn í íbúð í miðbænum og verðmæti numin á brott. Síðar um kvöldið var tilkynnt um þjófnað í heimahúsi í Hafnarfirði. Hafði óprúttinn gestur tekið með sér fartölvu og úlpu með bíllyklum.
Þá var bifreið stöðvuð í Kópavogi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Ökmaðurinn mældist á 126 kílómetra hraða á klukkustund og er grunaður um akstur undir áhriifum fíkniefna.