Lögreglunni barst tilkynning klukkan hálf átta í gærkvöldi um líkamsárás í Kópavogi. Fórnarlamb árásarinnar var flutt á slysadeild til aðhlynningar en er talið líklegt að gerendur hafi beitt hníf og kylfum. Lögregla rannsakar nú málið.
Þá barst tilkynning um klukkan tvö í nótt um mann sem áreitti fólk og lét illa í verslun í Kópavogi. Þegar lögregla mætti á vettvang ók maðurinn í burtu hið snarasta og neitaði að stöðva bílinn. Þá hófst eltingaleikur um Kópavogi sem lá inn í Hafnarfjörð en þurfti lögregla að nota naglamottu til þess að stöðva manninn.
Samkvæmt dagbók lögreglu virðist nóttin hafa verið tiltölulega róleg að öðru leyti.