Lögreglu barst tilkynning síðdegis í gær um líkamsárás í Kópavogi. Þegar lögregla mætti á vettvang kom í ljós að bæði gerandi og þolandi voru aðeins fjórtán ára gamlir. Þolandi nefbrotnaði og var fluttur til aðhlynningar á bráðadeild.
Stuttu síðar hafði rafmagnshlaupahjóli verið stolið við Smáralind. Málið verður skoðað af lögreglu en þjófurinn sást í myndavélakerfi Smáralindar. Par var handtekið í Breiðholti í nótt eftir að athugull nágranni sá til þeirra brjótast inn í bílskúr og bera muni þaðan út. Þegar lögregla mætti voru þau enn á staðnum og fengu þau bæði gistingu bak við lás og slá.