Lögreglan á Suðurlandi óskar eftir hugsanlegum vitnum að líkasárás sem átti sér stað fyrir utan Lyfju á Selfossi um klukkan 13 í dag, sunnudaginn 24. maí.
Ekki kemur fram á Facebook-síðu Lögreglunnar á Suðurlandi hversu alvarlegt málið er, eða hversu margir áttu hlut að máli, en þeir sem gætu gefið upplýsingar um málið eru vinsamlega beðnir hafa samband við 112 og biðja um samband við varðstjóra á Selfossi eða í tölvupósti á [email protected].
Uppfært: Færsla lögrelunnar á Suðurlandi hefur verið uppfærð og er atburðarrásinni lýst í færslunni. Þar segir að karlmaður á fertugsaldri sé talinn hafa orðið fyrir árás annars manns sem sagður er hafa slegið þolandann með einhverju áhaldi í höfuðið með þeim afleiðingum að hann er kinnbeinsbrotinn. Meintur gerandi er talinn hafa farið á brott í bifreið strax eftir atvikið.