- Auglýsing -
Um hádegisbil í dag fannst lík í fjörunni við Fitjabraut í Njarðvík. Lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér tilkynningu um málið. Ekkert er látið uppi um að hvort grunur sé uppi um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2023/04/Fitjar1-300x225.jpg)
„Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar,“ segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum.