Föstudagur 25. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Líkir Miðflokknum við skítaveður og leiðindi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Skítaveður er eins og Miðflokkurinn. Eyðileggur stemninguna. Minnir okkur á að lífið er ekki eintóm sæla,” skrifar Guðmundur Steingrímsson í skoðanapistli í Fréttablaðinu. Tilefnið er veðurspáin fyrir 17. júní. „Á eftir skemmtun koma leiðindi.”

„Ekki veit ég hvort hún rætist, veðurspáin fyrir daginn, en það yrði vissulega dæmigert,” skrifar Guðmundur og bætir við að spáin hafi hljóðað upp á rigningu við gerð pistilsins. „Auðvitað, hugsar maður. Vitaskuld er alltaf rigning á 17. júní. Leiðindaveður á þjóðhátíðardaginn er fastur liður.”

„Þegar hlutir ganga vel og flest er á þokkalegu róli og þjóðfélagið ætti að geta einbeitt sér að ýmsum uppbyggilegum störfum mun alltaf verða til eitthvað svona afl í tilverunni, uppi í Hádegismóum, á þingi eða annars staðar, sem stendur leiðindavaktina og passar að sátt skapist ekki né heldur friður eða góður andi,” skrifar Guðmundur og bætir við;

„Gott veður í langan tíma er ekki í boði. Það kemur alltaf rigning og rok. Það verður alltaf Sigmundur. Alltaf Davíð.” Líklega á höfundur við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, og Davíð Oddsson, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins og núverandi ritsjóra Morgunblaðsins.

„Að vera Íslendingur er að norpa við harðræði. Reyna að gera gott úr hlutunum með setningum eins og: „Veðrið skiptir ekki máli! Það skiptir bara máli hvernig maður klæðir sig!“ Og hlæja svo vandræðalega í kjölfarið.“ Guðmundur nefnir miðaldra menn í kvartbuxum sem kaupa sér kjöt á grillið. „Skjannahvítir og æðaberir leggirnir koma upp um eðlið. Á Íslandi er bara sól stundum. Bóndabrúnka er það eina sem er í boði. Sorrí Stína.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -