Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Líklegast að ísinn hafi valdið E.coli smiti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heilbrigðisyfirvöld telja sterkustu líkurnar á því að E.coli smit í Efstadal 2 megi rekja til íss sem framleiddur var á staðnum.

10 börn hafa verið lögð inn á sjúkrahús vegna alvarlegrar sýkingar af völdum E.coli bakteríu. Í gær var greint frá því að uppruni bakteríunnar hafi verið rekinn til ferðaþjónustunnar í Efstadal 2 þar sem meðal annars er veitingastaður og boðið upp á heimagerðan ís.

Einnig fannst E.coli í úrgangi af kálfi og af fréttum í gær mátti ráða að börnin hafi smitast eftir að hafa verið í snertingu við kálfa. Embætti Landlæknis hefur af þessu tilefni sent frá sér áréttingu. Þar kemur fram að helmingur barnanna sem sýktust hafi ekki verið í tengslum við kálfa á staðnum. Hins vegar hafi öll börnin átt það sameiginlegt að hafa neytt íss á staðnum, en tíunda barnið smitaðist af systkini.

Mögulegar smitleiðir á bænum eru margar en sterkustu faraldsfræðilegu tengslin eru við ís sem framleiddur var á staðnum.

Fram kemur í áréttingu á vef Landlæknis að þær bakteríu sem sýktu börnin hafi ekki greinst í ís á staðnum en ísinn sem rannsakaður var var ekki sá sami og börnin höfðu borðað því ný framleiðsla var komin í sölu.

„Af ofangreindu má því sjá að ekki er hægt að fullyrða að börnin hafi sýkst af umgengni við kálfa. Mögulegar smitleiðir á bænum eru margar en sterkustu faraldsfræðilegu tengslin eru við ís sem framleiddur var á staðnum,“ segir í áréttingunni.

Aðgerðir og ráðstafanir sem gripið var til beinast einmitt að því að rjúfa þessar smitleiðir með því að stöðva framleiðslu á ís og samgangi við kálfa á staðnum, og skerpa á vinnureglum og hreinlæti.

Sóttvarnalæknir hefur einnig sett sig í samband við Safetravel.is og Samtök ferðaþjónustunnar um að koma nauðsynlegum upplýsingum til ferðamanna sem heimsótt hafa Efstadal 2 og kunna að hafa smitast. Einnig hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) verið upplýst eins og alþjóðalög kveða á um.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -