Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra segir sigri hrósandi:
„Iceland er Íslands!“
Skýrir mál sitt:
„Mér þótti það fjarstæðukennt á sínum tíma að einhver verslunarkeðja út í heimi tæki heiti landsins sem sitt eigið í viðskiptum og reyndi að þrengja að íslenskum fyrirtækjum sem vildu nota nafn landsins sér til framdráttar.“
Lilja Dögg er klár á því að „það var því rökrétt og eðlileg ákvörðun sem ég tók sem utanríkisráðherra árið 2016 um að hefja málarekstur á hendur Iceland Foods vegna notkunar fyrirtækisins á nafninu Iceland – og sækja það hart.“
Og nú hefur harkan borgað sig – sigur er unninn:
„Slík notkun samræmdist að mínum dómi á engan hátt íslenskum hagsmunum. Nýverið vísaði fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins frá áfrýjun Iceland Foods í málinu. Skráning verslunarkeðjunnar á vörumerkinu er því ógild. Iceland er því Íslands.“