Sunnudagur 17. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Lilja óttaðist um líf sonar síns í fæðingunni: „Okkur sagt að þetta hafi ekki verið neitt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra tók undir gagnrýni sem fram kom í Kveik í gær í Kastljósi í kvöld. Lilja segir að ekki sé hlustað nægilega á konur á meðgöngu og í fæðingu. Hún óttaðist um líf sonar síns eftir afar erfiða fæðingu.

Lilja upplifði mjög erfiða fæðingu árið 2007 og segist eiga svipaða reynslu og Bergþóra sem sagði sögu sína í Kveik. Á þeim tíma sem Lilja áttar sig á að barnið er mjög stórt fer hún að hafa mjög miklar áhyggjur og ákveður að ræða þessi mál við hjúkrunarfræðing, nema hún upplifði að það væri ekki hlustað nægilega vel á hana.

Upplifði að hún væri að kvarta af óþarfa

Þá fékk hún að ræða við lækni sem reyndar hlustaði á hana en svo reyndi ekkert á það þegar að fæðingunni kom. Fæðingin gekk ekki vel hún stóð yfir í 24 tíma og þrjár vaktir. Hún lét vita að þetta væri rosalega erfitt, en upplifði að hún væri að kvarta af óþarfa. Það var teflt á tæpasta vað.

„Drengurinn er tekin út með sogklukku, hann andar ekki og er helblár. Það var sagt við okkur að líklega væri um súrefnisskort að ræða vegna þess hversu þetta hafi verið tæpt. Við sátum eftir mjög erfiða fæðingu og ég gat ekki gengið. Ég þurfti að vera í hjólastól í marga daga. Ég vitnaði að ég hefði tala við Reyni Tómas Geirsson, kvensjúkdómalækni að höfuðið væri mjög stórt, en það var ekkert hlustað. Við vorum í algjöru losti og það tók langan tíma að jafna sig. Það var ekkert hlustað og það var eins og ég hefði ekki rödd.“

Ég varð að segja frá

Lilja upplifði sig óða. Svo hittir hún lækni sem segir við hana að það sé mjög mikilvægt að hún deili reynslu sinni. „Innsæið mitt sagði mér að ég yrði að segja frá. En það hlustaði enginn á mig fyrir fæðingun, eða í fæðingunni. Af hverju ætti einhver að hlusta á mig núna. Ég fór út og hugsaði að ég ætlaði ekki að rugga bátnum og þakkaði guði fyrir að allt hafi farið vel.“

Hún segist vera þakklát að sonur hennar hafi verið í lagi, þrátt fyrir súrefnisskortinn sem hann hlaut í fæðingunni.

- Auglýsing -

Eftir viðtalið í Kveik hugsaði hún: „Ég vil að það sé meira hlustað á konur og ég stend með Bergþóru og hennar fólki alveg út í það óendanlega. Ég vil líka segja að heilbrigðiskerfið okkar er mjög gott. Ég tel ekki að það eigi að vera refsivert gagnvart einstaka ljósmæðrum, læknum eða hjúkrunarfræðingum. En það má ekki vera þannig, að við sem lendum í svona að það sé horft framan í okkur og okkur sagt að þetta hafi ekki verið neitt.  Þetta var heilmikið! Ég var bara þakklát að sonur minn var heilbrigður. En ég var líka reið út í mig að hafa ekki staðið fram fyrr.“

Hún ætlar að beita sér í þessu máli og vill sýna stuðning til kvenna sem hafa lent í þessu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -