ORÐRÓMUR Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á frekar erfitt uppdráttar í framhaldi þess að hún var snupruð fyrir að hafa brotið gegn jafnréttislögum með því að ráða flokksbróður sinn, Pál Magnússon, í embætti ráðuneytisstjóra.
Við þetta bætist að hún fór gegn tillögu sérfræðinga í ráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason sem formann fjölmiðlanefndar á síðasta ári og gekk fram hjá þaulreyndri Halldóru Þorsteinsdóttur lektor.
Lilja hefur verið óumdeild og henni spáð formennsku í Framsóknarflokknum. Víst er að einhverjir andstæðingar hennar gleðjast og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður er eflaust rólegri en áður …