- Auglýsing -
ORÐRÓMUR
Vaxandi áhyggjur eru innan Framsóknarflokksins vegna dapurs gengis undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar. Flokkurinn hefur um hríð mælst talsvert undir Miðflokknum, helsta samkeppnisaðilanum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður virðist því vera á sigurbraut. Margir vilja sjá Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra og varaformann Framsóknar, í formannssæti til að taka slaginn og bjarga flokknum og skáka Sigmundi. Lilja hefur sjálf ekkert gefið til kynna um áform sín.