Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Lilja um ráðningu útvarpsstjóra: „Ég hefði kosið fullt gagn­­sæi í ráðning­ar­­ferl­inu öllu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefði viljað fullt gagn­sæi í ráðning­ar­ferli útvarpsstjóra.

„Það hef­ur þegar komið fram í þessu máli að ég hefði kosið fullt gagn­sæi í ráðning­ar­ferl­inu öllu og það á líka við um ákvörðun stjórn­ar að rök­styðja ekki,“ seg­ir Lilja í skrif­legu svari til mbl.is og vísar þar til ákvörðunar stjórnar RÚV að vilja ekki veita rökstuðning fyrir ráðningu Stefáns Eiríkssonar í starf útvarpsstjóra. Eins og kunnugt er hefur ráðningarferlið verið mjög umdeilt.

Kristín Þor­steins­dóttir, fyrr­verandi út­gefandi Frétta­blaðsins og ein þeirra sem sóttist eftir starfinu, óskaði eftir rök­stuðningi frá stjórn RÚV vegna ráðningar Stefáns og upp­lýsinga um um­sóknar­ferlið en því var neitað.

Kol­brún Hall­dórs­dóttir, sem sótti einnig um stöðuna, hefur sömuleiðis óskað eftir rök­stuðningi vegna ráðningarinnar. Hún íhugar nú að kæra ráðninguna til kæru­nefndar jafn­réttis­mála.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -