Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Lilju ofbauð rétttrúnaðurinn í Law & Order – Fær á baukinn: „Mig verkjaði í beinin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lilja Katrín Gunnarsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri DV, segist ekki hafa getað klárað nýjan þátt af sjónvarpsseríunni Law & Order: SVU því þátturinn var svo yfirgengilega gegnsýrður af pólitískum rétttrúnað. Hún spyr hvort aðrir séu sammála þessu innan Facebook-hóps íslenskra áhugamanna um sjónvarp, S01E10.

Lilja segist hafa verið æsispennt að sjá umræddan þátt. „Jæja. Í gær var komið að því. Sest niður við sjónvarpið til að horfa á glænýjan þátt af Law & Order: SVU í Sjónvarpi Símans eftir langa bið. Spennan var gríðarleg. Poppið tilbúið. Let’s go! …. En vá! Þvílík vonbrigði!,“ segir Lilja.

Henni ofbauð hversu pólitískur þátturinn reyndist. „Ég held að ég hafi aldrei horft á 40 mínútna þátt áður sem var jafn gegnsýrður af pólitískum rétttrúnaði og þessi SVU þáttur. Mig verkjaði í beinin og húðina. Þetta var tilraun sem misheppnaðist hrapalega og snerist upp í andhverfu sína. Ég var svo fegin þegar að þátturinn var búinn og leitaði huggunar í The Crown. Einhver að tengja?,“ spyr Lilja.

Það ætti að koma fæstum á óvart að færsla Lilju vekur viðbrögð. Sumir eru sammála henni, líkt og einn maður sem segir: „Law and Order, FBI og FBI Most wanted eru hrikalega pólitískir og hafa allltaf verið, sá ekki þennan en þetta eru engar fréttir.“

Annar segir ekki furðulegt að þættirnir séu hliðhollir réttindabaráttu svartra, BLM, í ljósi þess að helsti leikari þáttanna sé Ice Cube. „Finnst fólki skritið að þáttur sem inniheldur Ice-T (sem rappaði Fuck the Police fyrstur manna og fer fyrir hljómsveitinni Bodycount) sé mögulega hliðhollut BLM yfir Thin Blue Line? Nú er mér kross brugðið,“ segir sá.

Einn spyr um hvaða þátturinn hafi fjallað og Lilja svarar: „Black Lives Matter og rasisma innan lögreglunnar“.  Því svarar svo annar maður og miðað við fjölda læka þá eru margir á sama máli. „Lilja Katrín, semsagt raunveruleg vandamál? Það er best að vera ekkert að bera þau á borð. Fólk gæti orðið pirrað á því […]Það er bara þannig að í heiminum í dag er afþreying mun skilvirkara flutningskerfi upplýsinga en margir halda. Það er til dæmis fullt af fólki sem horfir lítið eða ekkert á fréttir. Þess utan þá er þetta list. Það er einhver sem skrifar þættina, höfundur, sem hefur eitthvað að segja og gerir það gegnum sína list. Þetta á alveg heima þarna. Þú ræður svo hvort þú heldur áfram að horfa.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -