Mánudagur 13. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Linda hatar að fá vondan mat þegar svöng og horfir aldrei á sjónvarp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Matargyðjan Linda Benediktsdóttir er undir Stækkunargleri Mannlífs þessa vikuna.
Ætli sé ekki óhætt að segja að það séu fáir ef nokkur Íslendingur sem ekki hefur gert eða smakkað eitthvað eftir uppskrift Lindu Ben, slíkar hafa vinsældir hennar verið.
Enda virðist allt sem frá henni kemur smakkast guðdómlega.
Djöflatertan hennar fræga er ein af vinsælustu uppskriftunum, fast á hæla hennar koma líklegast mjúku kanilsnúðarnir með glassúri, bæði ómótstæðilega gott. En á vef Lindu, lindaben.is, má finna þessar uppskriftir, ásamt fjölda annarra.
Fyrir seinustu jól gaf Linda einnig út bókina Kökur, sem er uppfull af ljúffengum uppskriftum. Linda er líka mikill fagurkeri og sést það vel á bókinni, en hún er einstaklega falleg og vönduð og hlaut hún tilnefningu frá virtum erlendum bókasamböndum fyrir fallegustu bakstursbók í heimi árið 2020.
Mannlíf komst að því að Linda horfir eiginlega aldrei á sjónvarp, drekkur hvorki kók né pepsí og segir sinn helsta ókost vera óstundvísi.

Fjölskylduhagir? Í sambúð með Ragnari, saman eigum við tvö börn, 7 ára strák og 1 árs stelpu.

Menntun/atvinna? Menntaður lífefnafræðingur, starfa sem uppskriftahöfundur, matarstílisti og áhrifavaldur.

Uppáhalds Sjónvarpsefni? Horfi eiginlega aldrei á sjónvarp, en dett inn í Bachelor af og til.

Leikari? Enginn sérstakur.

Rithöfundur? Þeir sem skrifa um eitthvað gagnlegt, ég er ekki skáldsögu týpan.

- Auglýsing -

Bók eða bíó? Hljóðbók.

Besti matur? Fer algjörlega eftir skapi, ekki hægt að gera upp á milli, en ég elska gott pasta.

Kók eða Pepsí? Hvorugt, alltaf sódavatn.

- Auglýsing -

Fallegasti staðurinn? Þar sem ég er umvafin fallegum gróðri er fallegasti staðurinn.

Hvað er skemmtilegt? Að hlaupa úti í náttúrunni.

Hvað er leiðinlegt? Þurfa að hlusta á nöldur og baktal.

Hvaða flokkur? Ég hef aldrei náð að koma mér inn í stjórnmál, fæ kannski áhugann þegar ég verð stór.

Hvaða skemmtistaður? Ragnar bauð mér fyrst upp á drykk, sem meira en bara vinir, á stað sem hét Oliver. Sá staður á því alltaf sérstakan stað í hjarta mér.

Kostir? Jákvæð og með mikinn drifkraft.

Lestir?  Óstundvís.

Hver er fyndinn? Ragnar.

Hver er leiðinlegur? Sá sem segir „þetta er ekki hægt“.

Trúir þú á drauga? Tjaaah, ég trúi á orkuna sem fylgir fólki og held að hún lifi að einhverju leyti áfram, mér finnst það að minnsta kosti notaleg tilhugsun. Það er gott að hugsa sér að fólkið sem manni þótti vænt um sé ennþá hjá manni að einhverju leyti.

Stærsta augnablikið? Þegar ég fæddi börnin mín.

Mestu vonbrigðin? Að fá vondan mat þegar ég er mjög svöng.

Hver er draumurinn? Að vera heilbrigð og hamingjusöm með fjölskyldunni minni sem er líka heilbrigð og hamingjusöm.

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári?  Ég hef náð að slappa svolítið af sem er mitt mesta afrek því ég hélt að ég myndi aldrei ná að gera það. Undanfarin ár hafa verið alltof strembin enda verið að byggja einbýlishús, eignast barn, skrifa bók, sinna fjölskyldulífinu, allt á sama tíma. Það hefur því verið mjög kærkomið að hafa ekki brjálað að gera og algjörlega ný upplifun. Mér finnst það ennþá hálf óraunverulegt að vakna um helgar og það er ekki kreisí dagskrá framundan.

Ertu búin að ná öllum þínum markmiðum? Alls ekki, ég lifi fyrir það að dreyma stórt, finna upp á einhverju nýju skemmtilegu og framkvæma.

Manstu eftir einhverjum brandara? Ég þyrfti að spyrja Ragnar.

Vandræðalegasta augnablikið? Ég er frekar vandræðaleg týpa og er alltaf að koma mér í einhverjar vandræðalegar aðstæður en reyni að hugsa ekki of mikið um það. Eftirminnilegasta vandræðalega augnablikið var þegar ég var í 6. eða 7. bekk og var í sturtu eftir leikfimi, við vorum að fíflast stelpurnar og settum fullt af sápu á gólfið. Ég stökk svo til þar sem ég var orðin of sein og flaug svona svakalega á gólfið í sápunni og rann eftir endilöngu gólfinu á stelpu sem var að mála sig, en hún var í eldri bekk. Ég hélt ég myndi deyja úr vandræðalegheitum!!!! Ég man ennþá eftir svipbrigðunum hennar, hún var gjörsamlega sjokkeruð.
Þar með lauk ekki sögunni en við fallið skar ég mig á olboganum mjög illa og blóð gjörsamlega út um allt, það þurfti því að kalla til kennara og það kom fullt af fólki að huga að mér. Mér fannst þetta alveg hrikalega vandræðalegt en get þó hlegið að þessu í dag og segi söguna reglulega þegar fólk spyr mig hvernig ég fékk þetta ljóta ör á olbogann.

Sorglegasta stundin? Æj mér finnst ekkert gaman að ræða það.

Mesta gleðin? Alltaf þegar ég knúsa börnin mín og Ragnar.

Mikilvægast í lífinu? Að hugsa jákvætt og þakka fyrir allt það góða í lífinu, sérstaklega litlu hlutina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -