Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Linda P: „Ég hafði lamast í báðum handleggjum, öðrum fætinum og svo missi ég málið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Linda Pétursdóttir, fegurðardrottning, hlaðvarpsstjórnandi og athafnakona á afmæli í dag. Ku hún vera 52 ára einmitt í dag.

Linda P eins og hún er iðulega kölluð, ólst upp á Húsavík til 10 ára aldurs en flutti þá austur á Vopnafjörð. Er hún miðjubarn í þriggja manna systkinahópi. Árið 1988 gerði hún sér lítið fyrir og sigraði Ungfrú Ísland keppnina og sama ár vann hún eins og alþjóð veit, Ungfrú heimur alheimsfegurðarkeppnina og varð þannig önnur konan frá Íslandi til að hljóta þann heiður.

Ungfrú heimur 1988
Mynd: Country Squire Magazine

Linda P átti lengi um árabil Baðhúsið sem bauð upp á spa fyrir konur. Fyrirtækið var lýst gjaldþrota árið 2015. Síðan þá hefur Linda P ekki setið auðum höndum en hún sér um hið vinsæla hlaðvarp Lífið með Lindu P og þá heldur hún úti vefsíðunni lindap.com þar sem hún bíður konum hjálp við að léttast og breyta lífsstílnum.

Linda P

Linda var í viðtali hjá Loga Bergmanni Með Loga fyrir nokkrum árum þar sem hún fór yfir líf sitt, raunir og sigra. Segir hún meðal annars frá heilablóðfalli sem hún fékk árið 2017.

„Ég finn að ég er að detta út en skynja allt og heyri í öllum í kringum mig,“ segir hún. „Þú hringir ekki bara að gamni í sjúkrabíl í Bandaríkjunum. Það er alveg átta og hálf milljón eða eitthvað, það er mjög dýrt. Þegar við komum á neyðarmóttökuna þurfti að halda á mér í hjólastól. Ég gat ekki hreyft mig. Ég hafði lamast í báðum handleggjum, öðrum fætinum og svo missi ég málið. Tungan hreyfðist ekkert og ég gat ekki talað. Það var ein hræðilegasta lífsreynsla sem ég hef gengið í gegnum. Bæði er ég hrædd því ég vissi ekki hvað væri að gerast og líka yfir því að Ísabella var stödd þarna og horfir upp á þetta gerast. Að sögn Lindu var um að ræða vægt heilablóðfall, sem betur fer, og að Ísabella hafi staðið sig sem algjör hetja í þessum aðstæðum. Svo fer dóttir mín heim og ég er ennþá mállaus og lömuð á spítalanum, en þá hafði hún sett svona gulan Post-it miða, sem ég sá þegar ég vaknaði. Þar hafði hún skrifað: „Mamma mín, þetta verður allt í lagi. Ég elska þig.“ Þetta er það fyrsta sem ég sé þegar ég opnaði augun og ég gleymi því aldrei. Það var ofboðslega fallegt og þá fékk ég málið aftur.“

Mannlíf óskar Lindu P innilega til hamingju með afmælið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -