Sunnudagur 17. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Linda P gefur gjöf til íslenskra kvenna – „Markmiðið að ég geti gefið af mér með reynslu minni og menntun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Linda Pétursdóttir athafnakona og fyrrum Ungfrú Ísland og Ungfrú Heimur hefur nú stofnað Facebookhóp sem heitir einfaldlega Linda Pé.

 

„Í tilefni stórra tímamóta framundan hjá mér ákvað ég að setja á laggirnar hóp fyrir konur hér á Facebook,“ segir Linda á Facebook-síðu sinni. En af hvaða tilefni ákvað hún að stofna hópinn?

„Ég verð fimmtug á morgun, það eru tímamótin!,“ segir Linda í samtali við Mannlíf. „Hópurinn er gjöf frá mér til íslenskra kvenna með það að markmiði að ég geti hugsanlega gefið af mér til þeirra með þeirri reynslu sem ég hef gengið í gegnum og að sjálfsögðu það sem ég kann og hef menntun og reynslu í varðandi heilbrigðari lífstíl.

„Ég er einmitt núna í enn einu náminu, nú að bæta við mig sem á ensku kallast Life and weightloss coaching. Veit ekki um neitt nógu gott heiti yfir það á íslensku. Fín viðbót við heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði,“ segir Linda, en hún útskrifaðist úr því námi frá Háskólanum á Bifröst nú í sumar.

„Við ætlum að taka fyrir heilsu, andlega sem og líkamlega. Hvernig við getum bætt vellíðan í daglegu lífi. Ég mun eflaust koma inn á áskoranir í lífinu og hvernig við komumst í gegnum þær, ég hef þokkalega reynslu þar sjálf og hef farið í gegnum ýmistlegt og get hugsanlega deilt reynslu minni og ráðum.“

Hópurinn er eingöngu fyrir konur og það kostar ekkert að vera með.

- Auglýsing -

Hópinn má finna hér.

 

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -