Fegurðardrottningin Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World 2019. Keppnin verður haldin í London 14. desember. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Miss World Iceland 2019.
Kolfinna var valin af Lindu Pétursdóttir, umboðsaðila Miss World á Íslandi, sem fulltrúi Íslands í Miss World 2019.
Þess má geta að Kolfinna prýddi forsíðu Vikunnar í ágúst. Þá sagði hún frá því að Linda P. væri frænka hennar og hefði alltaf verið henni mikill innblástur.
„Frænka mín, Linda Pétursdóttir, var kjörin Ungfrú heimur áður en ég fæddist en ég man samt eftir því að hafa séð myndir af henni þegar ég var lítil þar sem hún var með kórónuna og mig langaði að taka þátt í fegurðarsamkeppni eins og hún. Ég hef alltaf litið upp til Lindu; hún er bæði alveg yndisleg manneskja og svo er hún ótrúlega dugle,“ sagði Kolfinna.
Kolfinna Mist er mikil tónlistakona og sagði einnig frá því í viðtali við Vikuna. Hún byrjað að læra á fiðlu þegar hún var fimm ára en hætt í fiðlunáminu nokkrum árum síðar, eða þegar hún var ellefu ára. Seinna fór hún að spila á gítar eftir að pabbi hennar kenndi henni nokkur grip. „Svo byrjaði ég að syngja líka og semja tónlist. Ég kláraði tónlistarnámið í framhaldsskólanum á þremur árum og hef svo unnið mestmegnis við tónlistina síðan.“
Sjá einnig: Frænka Lindu Pé keppir í Miss Universe Iceland
Mynd / Unnur Magna