Miðvikudagur 11. desember, 2024
6.8 C
Reykjavik

Linda Pé kaupir neyðarvistir: „Skjálftarnir fara ekki vel í mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég vil vera við öllu viðbúin. Þegar ég var í námi á Bifröst þá gerðum við verkefni um þær matarbyrgðir sem þyrfti af landið myndi lokast. Ég tók í dag saman 20 atriði sem ég þarf að hafa í bílskúrnum mínum ef hamfarir dynja yfir,“ segir Linda Pétursdóttir, heilsufrömuður og fyrrverandi Miss World sem býr á Álftanesi og hefur orðið áþreifanlega vör við jarðskjálftana undanfarið og hefur áhyggjur af yfirvofandi eldgosi eins og aðrir landsmenn.

Ekki er talin mikil hætta á alvarlegum hamförum tengt atburðunum á Reykjanesi. Aftur á móti vofir sú ógn alltaf yfir að alvarlegri hamfarir dynji yfir. Linda veltir fyrir sér hvað gerist ef Ísland einangrast af einhverjum ástæðum og rafmagnsleysi verður. Hugmyndina fékk hún upphaflega eftir að hafa unnið hópverkefni í Háskólanum á Bifröst. Yfirskrift þess var: Hvar stendur Ísland er varðar fæðuöryggi ef hömlur yrðu á aðföngum til landsins? Rannsakendur studdust við lög og reglugerðir, um almannavarnir og viðbragðsáætlanir en einnig var horft til Evrópulöggjafar í þessum efnum.

„Ennfremur skoðuðum við fræði er fjalla um landbúnað og matvælaframleiðslu innalands og utan. Efnið var skoðað í sögulegu svo og stjórnmálafræðilegu samhengi. Ennfremur var litið til erlendra rannsókna og þá sérstaklega til Norðurlanda,“ segir Linda sem lét verða af því að gera minnisblað um það sem hún þyrfti að eiga ef þannig aðstæður sköpuðust.

„Ég hef pælt mikið í þessu síðan en skjálftarnir undanfarið urðu til þess að nú er ég að fara í verslanir til að koma mæér upp neyðarbirgðum,“ segir Linda.

Vegurinn að Keili er harðlokaður. Sú ógn er til staðar að það gjósi.

„Peningaseðla þarf ég til að geta borgað ef hraðbankar virka ekki. Svo þarf maður að eiga símanúmer vina og vandamanna skrifuð á blað. Loksins er bakpoki nauðsynlegur ef maður þarf að fara eitthvert þegar þetta ástand varir,“ segir Linda sem notar næstu daga til að fullkomna neyðarvistirnar.

„Skjálftarnir fara ekki vel í mig. Sem einstæð móðir vil ég hafa alla hluti á hreinu og vera viðbúin hinu versta. Ég er búin að taka niður myndir af veggjum og tryggja það sem gæti farið af stað. Svona neyðarbirgðir eru nauðsynlegar til að tryggja manni hugarró. Vonandi kemur aldrei til þess að þær verði notaðar en þær skapa mér öryggi,“ segir Linda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -