Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Linda Pé segir einveruna veita sér orku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég hef alltaf nóg fyrir stafni og elska það sem ég vinn við. Ég er mikill dundari og „introvert“ og líður vel í eigin félagsskap. Einveran veitir mér orku,“ segir Linda Pétursdóttir í viðtali við Fréttablaðið.

Hún segist þó enn vera venjast aukinnar einveru í kjölfar hækkandi aldurs einkadótturinnar, Ísabellu, sem hefur menntaskólagöngu sína í haust.

„Ég er vissulega farin að finna fyrir því að nú þarf hún eðlilega ekki jafn mikið á mér að halda. Ég er enn að venjast því að hún vilji frekar vera með vinum sínum eða tala við vinkonur online á kvöldin heldur en að hanga með mömmu gömlu,“ segir Linda.

Dregur lærdóm af mistökum og erfiðleikum

Linda hefur þurft á takast á við erfiðleika í lífinu, meðal annars fékk hún vægt heilablóðfall fyrir nokkrum árum.

Aðspurð um áföllin segir hún. „Lífið er bara þannig. Ég trúi því að lífið sé til helminga gott og erfitt. Við förum öll í gegnum erfiðar tilfinningar og strembin verkefni á lífsleiðinni en að sama skapi kunnum við þá betur að meta það góða í lífi okkar. Mín lífsheimspeki er sú að gefast aldrei upp, að halda alltaf áfram og leiðarljósið mitt er einhvers konar sambland af kjarki og seiglu.“

- Auglýsing -

Linda segir mikilvægt að draga lærdóm af þeim erfiðleikum og mistökum sem okkur verða á, en velta sér að örðu leiti ekki of mikið upp úr þeim, heldur halda áfram veginn.

„Þegar okkur verða á mistök eða erfiðleikar bera að, þá er ekkert annað í boði en að fara í gegnum þá, standa svo upp, dusta af sér rykið og áfram gakk! Lífið býður upp á bæði dali og hæðir. Þegar við erum að fara í gegnum erfiðleika er enn mikilvægara en áður að vera með skipulagt dagsplan og fara eftir því.
Og muna að af öllum erfiðleikum má draga lærdóm. Og ef notað á réttan hátt, mun það hjálpa okkur að komast á enn betri stað. Ég hef orðið ansi góða reynslu í því að takast á við allskyns erfiðleika og verkefni, en ætli minn helsti kostur sé ekki sá að ég læt erfiðleika aldrei skilgreina hver ég er. Ég er ekki erfiðleikar mínir,“ segir Linda.

Fannst hún verða kenna samlöndum sínum og kynsystrum þessa lausn

- Auglýsing -

Linda er menntuð í lífsþjálfun með áherslu á heilsu og þyngdarstjórnun. Inn á vef sínum, lindape.com, býður hún konum upp á slíka þjónustu. En Linda segir enga skyndilausn fást hjá sér.

„Ég hef það mikla reynslu úr þessum bransa að þegar ég lærði þessa nýju aðferðarfræði hugsaði ég með mér að ég yrði að kenna samlöndum mínum og kynsystrum þessa lausn. Hún felst ekki í því að ég segi þér hvað þú átt að borða, láti þig fá uppskriftir, eða að þú þurfir að telja kaloríur eða stig. Það er úrelt aðferð að mínu mati,“ segir Linda og heldur áfram.

„Mín aðferð felst í því að vinna með stærsta verkfærið til þyngdartaps, sem er þinn eigin heili. Þar er ég sérfræðingur og ég kenni konunum mínum að vinna með hugsanastjórnun, læt þær hafa verkfæri og tól til þess að gera langtímalausn, án þess að þurfa nokkurn tímann aftur að fara í megrunarkúr. Þú færð enga skyndilausn hjá mér, ég vinn dýpra með hugsanir og tilfinningar og læt þig taka stjórnina, að læra inn á eigin líkama og hvað hentar þér. Mér finnst það skynsamlegasta leiðin, að þú setjist aftur í bílstjórasætið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -