Miðvikudagur 11. desember, 2024
6.8 C
Reykjavik

Borgarstjórnartíð Jóns Gnarr eitt best heppnaða listaverk Íslandssögunnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ritstjóri Nútímans, Atli Fannar Bjarkason, segir Jón Gnarr vera einn merkasta listamann samtímans.

Atli Fannar Bjarkason, sem er landsmönnum að góðu kunnur sem ritstjóri Nútímans og sjónvarpsmaður á RÚV, hefur frá því hann man eftir sér verið áhugasamur um listir og menningu. Einkum og sér í lagi dægurmenningu. Aðspurður hvaða list hafi haft mikilsháttar áhrif á hann í gegnum tíðina stendur ekki á svörunum.

„Jón er einn merkasti listamaður samtímans. Hann hefur breytt lífi svo margra … Jón er ótrúlegur og hefur haft gríðarleg áhrif á líf mitt,“ segir Atli Fannar.

Simpsons

„Ég væri annar maður í dag ef ég hefði ekki byrjað að horfa á Simpsons sem barn. Ég ólst upp við fyrst 13 seríurnar. Á sumrin dvaldi ég hjá mömmu minni á Sauðárkróki og í staðinn fyrir að fara út að leika mér dró ég fyrir inni í stofu og horfði á Simpsons allan daginn. Hún tók upp hvern einasta þátt þannig að ég sá alltaf þætti sem ég hafði misst af um veturinn. Amma, sem bjó á neðri hæðinni, var að verða brjáluð á þessu – vildi að ég hjálpaði til í garðinum.“

Laddi

„Ég hlustaði ekki á annað en Ladda þegar ég var barn. Átti allar vínylplöturnar. Kunni öll lögin og söng þau heima í stofu. Uppáhaldslagið mitt var Skúli Óskarsson sem fjallar um samnefndan kraftlyftingamann og frækilegt afrek hans. Ég söng það og lék þegar Skúli var að setja heimsmet í réttstöðulyftu við mikla kátinu fólks sem taldi eflaust niður hvenær ég yrði lagður inn.“

Þungarokk

- Auglýsing -

„Þegar ég heyrði í fyrsta skipti lag með bandarísku þungarokkhljómsveitinni Pantera breyttist líf mitt. Næstu ár hlustaði ég varla á annað. Ekki nóg með það, ég hugsaði ekki um annað og talaði varla um annað. Ég skildi ekki að krakkarnir í bekknum mínum fúlsuð við trylltu þungarokki frá suðurríkjum Banda ríkjanna í tímum þegar við máttum hlusta á tónlist. Pantera litaði svo tónlistarsmekk minn næstuárin. Stórkostlegir tímar.“

„Ég skildi ekki að krakkarnir í bekknum mínum fúlsuð við trylltu þungarokki frá suðurríkjum Banda ríkjanna í tímum þegar við máttum hlusta á tónlist.“

Jón Gnarr

„Jón er einn merkasti listamaður samtímans. Hann hefur breytt lífi svo margra. Fóstbræður standast enn tímans tönn, Tvíhöfði er goðsögn, skrýtna tímabilið þar sem hann skrifaði bara um kaþólska trú í Fréttablaðið kemur mér enn úr jafnvægi, Ég var einu sinni nörd hefur ekki enn verið toppað, auglýsingarnar sem hann bjó til lifa enn í minningunni, Lýður Oddsson er eftirminnilegasta persóna íslenskrar auglýsingasögu, tíð hans sem borgarstjóri er eitt best heppnaða listaverk Íslandssögunnar og áramótaskaupið hans var geggjað. Jón er ótrúlegur og hefur haft gríðarleg áhrif á líf mitt.“

- Auglýsing -

Texti / Roald Eyvindsson
Aðalmynd/ Stilla úr Mín Reykjavík.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -