Þriðjudagur 7. janúar, 2025
-7.2 C
Reykjavik

Listamenn fjarlægja tónlist af Spotify – Andmæla hlaðvarpi sem gagnrýnir bólusetningar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmenn á borð við Neil Young og Joni Mitchell létu fjarlægja tónlist sína af tónlistarveitunni Spotify. Listamennirnir vildu með því lýsa andstöðu sinni við hlaðvarp Joes Rogen sem meðal annars hefur gagnrýnt bólusetningar ungs fólks og hvatt til notkunar lyfsins Ivermectin gegn sjúkdómnum.

Hlaðvarpið Joe Rogan Experience er afar vinsælt og stjórnendur streymisveitunnar greiddu 100 milljónir Bandaríkjadala árið 2020 til að tryggja sér einkaréttinn að því.

Stjórnendur tónlistarveitunnar Spotify hafa ákveðið að bregðast við gagnrýni tónlistarfólks og benda þeim sem hlusta á hlaðvörp sem fjalla um COVID-19 á frekari upplýsingar tengdar faraldrinum.

Forsvarsmenn Spotify sögðu brýnt að öll heimsins tónlist og annað hljóðefni væri aðgengilegt en kváðust þó vera ábyrgð sín ljós. Þá sögðu þeir að yfir 20 þúsund hlaðvarpsþættir með efni tengdu faraldrinum hefðu verið fjarlægðir frá því hann skall á.

Young hvatti aðra tónlistarmenn til að fara að dæmi sínu. Háværar raddir á samfélagsmiðlum hvöttu fólk einnig til að sniðganga Spotify og segja upp áskrift sinni.

Daniel Ek, forstjóri Spotify, segir að nú sé verið að setja upp sérstaka upplýsingasíðu sem vísar hlustendum hlaðvarpa þangað sem finna má helstu skrif vísindamanna og heilbrigðisyfirvalda um faraldurinn.

- Auglýsing -

AFP-fréttaveitan hefur eftir Ek að þessi nýja leið til að verjast upplýsingaóreiðu verði komin í gagnið á næstu dögum. Auk þess sagði hann að fyrirtækið ætlaði að gefa út viðmiðunarreglur um hvers konar efni geti talist hættulegt eða villandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -