Fimmtudagur 23. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

„Lítið annað en níð og jaðrar við hatursorðræðu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grein Arnars Sverrissonar sálfræðings, „Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“, hefur vakið upp reiði innan hinsegin samfélagsins á Íslandi. Formaður Trans Íslands segir greinina uppfulla af dylgjum og rangfærslum af verstu gerð en í henni er meðal haldið fram að trans fólk sé brenglað.

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Íslands, félags trans og kynsegin fólks á Íslandi, gagnrýnir skrifin harðlega. Hán segir þau lítið annað en níð og að þau jaðri við hatursorðræðu. Ísland er samfélag þar sem mannleg reisn, gagnkvæm virðing og mannréttindi eru í hávegum höfð. Hér hefur þrotlaus mannréttindabarátta hinsegin fólks áorkað miklu, þó svo að vissulega sé enn langt í land að tryggja hinsegin fólki jöfn réttindi. Það eru því mikil vonbrigði að sjá heilbrigðisstarfsfólk, líkt og Arnar Sverrison sálfræðing, fara með dylgjur og rangfærslur af verstu gerð,“ segir Ugla Stefanía.

Ugla bendir á að Arnar styðjist við úrelt sjúkdómsflokkunarkerfi við skrif sín. Kerfi sem nútíma sálfræði og geðlækningar hafi einfaldlega hafnað. „Í grein hans er trans fólk ranglega sagt vera með raskanir og brenglanir. Það að vera trans er ekki lengur flokkað sem geðröskun af neinu tagi. Fræðihugtök og orðskýringar höfundar eru í engu samræmi við nútíma skilgreiningar eða heiti og eru sum hugtök hreinn og beinn uppspuni af hálfu höfundar. Það er mikið áhyggjuefni að einstaklingur sem er sálfræðingur fari með slíkt fleipur og haldi á lofti úreltum hugtökum sem eru misvísandi, meiðandi og niðrandi fyrir viðkvæman samfélagshóp,“ segir Ugla Stefanía.

Trans fólk á Íslandi glímir við næga fordóma á Íslandi að mati Uglu Stefáníu og segir hán Arnar bæta gráu ofan á svart með skrifum sínum sem að hluta til séu byggð á hættulegum og meiðandi áróðri. Hán kveðst ekki átta sig á tilgangi skrifanna og birtingu þeirra ásamt því að kalla eftir því að skrifunum fylgi afleiðingar fyrir höfundinn.

„Það er nær ómögulegt að ímynda sér hver tilgangur höfundar er með skrifum sínum, en það er undarlegt að fréttamiðill sjái sér fært að birta slíka grein, enda stenst hún ekki grundvallarkröfur um ritstjórn greina til birtingar á opinberum vettvangi. Að höfundur fleygi fram slíkum fullyrðingum og hann gerir í grein sinni er fullkomlega ábyrgðarlaust og ólíðandi í nútíma lýðræðissamfélagi. Með því að birta slíka grein eru fjölmiðlar að ýta undir fordómafulla og meiðandi orðræðu. Við skorum á Landlæknisembætti og Sálfræðingafélag Íslands að tekið verði á þessu máli af ábyrgð og heiðarleika og að afleiðingar verði vegna þessa grófa brots á siðareglum sálfræðinga,“ segir Ugla Stefanía.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -