Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Lítill hagnaður af Alcoa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði seldi vörur fyrir 81 milljarð króna í fyrra. Af fjárhæðinni urðu eftir 29 milljarðar króna í landinu í formi launa, opinberra gjalda og innkaupa frá innlendum birgjum, að því er fram kemur í samfélagsskýrslu Alcoa. Þetta er í annað sinn sem fyrirtækið gefur skýrsluna út.

Í skýrslunni kemur fram að meðallaun hjá Alcoa Fjarðaáli voru 8,7 milljónir króna í fyrra og námu launagreiðslur til starfsmanna og launatengd gjöld 6,6 milljörðum króna.  

Tekið er sérstaklega fram að fjárfesting Alcoa á Reyðarfirði hafi verið ein sú dýrasta í Íslandssögunni eða upp á um 230 milljarða króna. Það sé eðli fjárfestinga af slíkri stærðargráðu að hagnaður af starfsemi fyrstu árin verði ekki mikill ef nokkur vegna mikilla afskrifta og hás fjármagnskostnaðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -