- Auglýsing -
Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít mættu til Vestmanneyja í gærkvöld og var að sögn Óskars Péturs Friðrikssonar ljósmyndara mikill mannfjöldi að taka á móti þeim, samkvæmt því sem fram kemur í Fréttablaðinu.
Mjaldrarnir verða í kjölfarið í sóttkví í fjórar vikur. Jafnframt þurfa þær að fara í aðlögunarferli og venjast kaldara vatni og þegar því öllu er lokið verður hægt að flytja þær í Klettsvíkina, sem mun verða þeirra framtíðarheimili. Þær eiga að baki langt ferðalag frá Sjanghæ, þar sem þær eru fæddar, en þær eru af rússneskum ættum.
Sjá einnig: Mjaldrarnir mæta: Litla-Hvít og Litla-Grá á leið til Íslands