Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Litlar hegðunarbreytingar í fjölskyldum geta leitt til aukina lífsgæða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Höfundur / Íris Eik Ólafsdóttir, réttarfélagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hjá Domus Mentis, Geðheilsustöð.

Öll erum við með persónulega færni til að skynja, túlka og mynda okkur skoðun á fólki, aðstæðum og samtölum hratt og örugglega. Þegar kemur að samskiptum er þessi færni gagnleg en á sama tíma getur hún flækt hlutina og valdið misskilningi milli fólks. Vegna hraðans á hugsunum okkar gleymum við stundum að taka upplifun og líðan annarra með í reikninginn áður en við myndum okkur skoðun.

Eins og með annan vanda á hugur okkar það til að sjá ekki það sem gengur vel en verða heltekin af því sem okkur mislíkar. Við eigum það til að festast í ákveðnum hugsanamynstrum sem geta verið ógagnleg og valda vanlíðan. Það hvernig við hugsum um aðstæður hefur mikil áhrif á það hvort við upplifum okkur vera að njóta lífsins. Eftir því sem hugsun okkar er skýrari tekst okkur betur að ná slíkum markmiðum.

Ef ekki er unnið með ógagnleg mynstur í samskiptum aukast líkur á að einstaklingar innan fjölskyldunnar upplifi flóknar tilfinningar eins og einmannaleika, vonleysi og virðingarleysi. Ef svona ástand fær að grassera er hætta á að gjá myndist milli fjölskyldumeðlima sem skilur eftir sig djúpstæðan samskipta- og tilfinningavanda.  Með því að varpa ljósi á þessi mynstur og venja sig á að taka með í reikninginn upplifun annarra í fjölskyldunni er hægt að bæta samskiptin til muna og þá um leið auka lífsgæði. Í raun þarf oft lítið að breytast hjá hverjum og einum svo fjölskyldan í heild fari að sjá mikinn mun.

Fagleg aðstoð getur verið nauðsynleg ef vanlíðan er mikil. Þá ætti að leita til heilbrigðisstarfsfólks sem þekkir til viðkomandi vanda og býður upp á gagnreyndar meðferðir.

Meðferðarúrræði við vanda í fjölskyldum eru mörg en fá þeirra eru gagnreynd. Það að meðferð sé gagnreynd þýðir að rannsóknir hafa sýnt fram á að meðferðin virki í raun og veru. Dæmi um gagnreynda fjölskyldumeðferð er hugræna atferlismeðferð. Meðferðin miðast af því að fá fjölskyldumeðlimi til að tjá sig um hugsanir og líðan með það að markmiði að koma auga á áhrifin sem samskiptin eru að hafa á fjölskyldumeðlimi.

- Auglýsing -

Þegar fjölskyldan fer að sjá hvaða áhrif hegðun þeirra er að hafa á líðan annarra í fjölskyldunni er líklegra að hver og einn geti tileinkað sér nýja samskiptafærni með meira umburðarlyndi og skilningi.

Oft þarf inngripið ekki að vera mikið og því fyrr sem fólk leitar sér aðstoðar er viðráðanlegra að leysa vandann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -