Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

„Liturinn á ísnum vísar í meðallit alheimsins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í tilefni af sinni fyrstu einkasýningu í Reykjavík hefur franska listakonan Amanda Riffo hannað sérstakan ís.

Ísinn verður hægt að smakka á opnuninni á föstudaginn. Mynd / Amanda

Franska listakonan Amanda Riffo býr og starfar á Íslandi. Hún mun opna sína fyrstu einkasýningu í Reykjavík á föstudaginn í galleríinu OPEN, Grandagarði 27. Sýningin ber heitið CAVERN.

Verkin á sýningunni eru fjölbreytt en sem hluta af sýningunni hefur Amanda unnið ís í samstarfi við ísbúðina Valdísi.

Spurð út í samstarfið segir Amanda: „Upphaflega hafði ég áhyggjur af því að þau hefði ekki áhuga á hugmyndum mínum en Jonni, ísgerðarmaðurinn, var mjög áhugasamur og forvitinn. Hann gerði nokkrar ísprufur og við smökkuðum áður en við ákváðum hver niðurstaðan væri. Útkoman er ísinn Kosmískur Latte. Liturinn á ísnum vísar í meðallit alheimsins. Þess má geta að ísinn inniheldur ekki mjólkurafurðir og hentar því þeim sem eru vegan,“ segir Amanda.

Þess má geta að ísinn inniheldur ekki mjólkurafurðir og hentar því þeim sem eru vegan.

Áhugasömum er bent á að sýningin opnar á föstudaginn klukkan 19.00 og þá geta viðstaddir smakkað ísinn. Sýningin stendur til 2. desember.

Mynd / Claudia Hausfeld

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -