Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-6.8 C
Reykjavik

Liv nýr forstjóri ORF Líftækni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Liv Bergþórsdóttir hefur verið ráðin forstjóri ORF Líftækni og tekur við starfinu um næstu mánaðarmót. Hún gengur til liðs við ORF Líftækni eftir farsælan feril sem stjórnandi í fjarskiptageiranum, nú síðast sem forstjóri Nova.

Liv leiddi uppbyggingu fjarskiptafyrirtækisins Nova frá stofnun þess árið 2006 fram á mitt ár 2018. Fyrir þann tíma var hún meðal annars framkvæmdastjóri farsímafyrirtækisins Sko, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Og Vodafone og Tals. Undanfarin ár hefur Liv jafnframt setið í stjórnum fjölda fyrirtækja á Íslandi og erlendis. Liv er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið AMP námi við IESE Barcelona Business School.

„Ég hef haft gaman að því í gegnum árin að starfa í tæknigeiranum og hlakka til að gera það aftur hjá hátæknifyrirtækinu ORF Líftækni” er haft eftir Liv Bergþórsdóttur í tilkynningu ORF Líftækni.

„Það er vissulega sérstakt að taka við nýju starfi á tímum sem þessum…”

„Ég þekki fyrirtækið fyrst og fremst á eigin skinni sem notandi BIOEFFECT húðvaranna. Þetta eru hágæða húðvörur og markaðssetning þeirra hefur verið eftirtektarverð. Ég hlakka til að vinna með starfsfólki ORF að því að efla BIOEFFECT vörumerkið enn frekar og sókn þess á erlenda markaði. Þá verður jafnframt spennandi að vinna með ORF Líftækni að frekari vöruþróun og markaðsetningu á nýjungum. Það er vissulega sérstakt að taka við nýju starfi á tímum sem þessum en það eina í stöðunni er að halda áfram og horfa björtum augum til framtíðar” segir Liv.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -