Liv Bergþórsdóttir, var kjörin stjórnarformaður Iceland Seafood International á fyrsta fundi nýrrar stjórnar félagsins í gær.
Á aðalfundi sem haldinn var í síðustu viku gekk Magnús Bjarnason fyrrverandi stjórnarformaður félagsins úr stjórn.
Liv er nýráðin forstjóri ORF Líftækni og tekur hún við starfinu 1. apríl.
Sjá einnig: Liv nýr forstjóri ORF Líftækni
Í stjórn Iceland Seafood International sitja auk Livar, Bergþór Baldvinsson, framkvæmdastjóri Nesfisks, Gunnlaugur Karl Hreinsson, framkvæmdastjóri GPG Seafood, Halldór Leifsson, markaðs- og sölustjóri FISK Seafood, Ingunn Agnes Kro, fyrrverandi framkvæmdastjóri skrifstofu- og samskiptasviðs Skeljungs, og Jakob Valgeir Flosason útgerðarmaður í stjórn Iceland Seafood International.